Færsluflokkur: Bloggar

57 dagar

Búnar að kaupa farseðlana og förum þann 8 janúar nk. og komum aftur heim í maí að öllu óbreyttu. Við erum í hæstu hæðum yfir þessu öllu og uppfullar af tilhlökkun. Aðrir meðlimir félagsins eru ekki eins langt komnir en vonandi er lausn í sjónmáli strax á morgun.  Búnar að fá íbúð í Lazimpat hverfinu í Kathmandu. Það eina sem við þurfum nú að gera er að bíða eftir brottfarardeginum. Smile

Nokkur plön eru í áætlun þessa fjóra mánuði sem við verðum.  Ferð til Lhasa í Tíbet og sjá Potala höllina, pílagrímsferð til Mt. Kailas fjallsins til að reyna að öðlast blessun himinguðanna en það fjall er einnig í Tibet.  Einnig er draumur um að fara í útsýnisflug yfir Mt. Everest.


Sannir íslendingar í útrás.

Nýja félagið er komið á koppinn. Er það án kennitölu og samþykkt með "skál í botn" aðferðinni. Allir glaðir og sáttir með fundargerðina og settar fram slatti af góðum fundarreglum. Við vorum fimm á stofnfundinum, frekar allsgáð til að byrja með, en það lítur ekki út fyrir að svo verði á næstu fundum sem haldnir verða á Royal Henna Garden í Kathmandu í Nepal á því herrans ári 2009. Ráð er gert fyrir að fundarfært verði í janúar. Hvorki kreppa né aðrar uppákomur verða hindrun á för okkar félagsmanna enda ýmsu vön eins og sannir íslendingar í útrás.

Ávalt er ný byrjun.

Og er því ekki tilvalið að skerpa á hríðunum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband