Gleðilegt ár

Nú er árið 2008 liðið með öllum sínum uppákomum. Þetta var ár mikilla breytinga hjá okkur báðum og var afskaplega skemmtilegt í alla staði. Nú rennur inn hið nýja ár og erum við fullar af tilhlökkun. Við erum náttúrulega hálf klikkaðar að vera að ferðast á þessum krepputímum en þar sem þessi ferð var ákveðin fyrir kreppu þá var "pollýannan" tekin á þetta. Í dag erum við afskaplega fegnar að hafa ekki afskráð ferðina. Eftir sex daga göngum við á vit nýrra ævintýra í nýrri heimsálfu, bjartsýnar og glaðar.  Munum við reyna eftir fremsta megni að leyfa ykkur að fylgjast með okkar ævintýrum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Elsku Fríðurnar nágrannar mínir og vinkonur, þetta verður mikið ævintýri. Mér finnst bara frábært að vita af ykkur fjarri öllum látunum sem verða hérna á þessu ári. Gott að fá að lesa hjá ykkur ferðasögur af fjarlægum slóðum.

Knús og kveðjur til ykkar

Ragnhildur Jónsdóttir, 3.1.2009 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband