Rafmagnsleysi enn að há blogginu okkar og þá sérstaklega að hlaða inn myndum. Verðum að sæta lagi þar sem rafmagn hefur verið síðustu daga á óhentugum tíma. Höfum við þurft að sitja við tölvuna í rúma tvo tíma til að koma örfáum myndum inn, svona er hraðinn í Ktm. Annars er allt gott að frétta og nóg að gera við að skoða trúarmenninguna hér og lífið.
Fórum í leiðangur um daginn á torg eitt ( Durban ) þar sem fullt er af hofum og stúpum. Heldum að þar gætum við setið í róglegheitum og sogið í okkur góða anda. Þegar á daginn kom var bara kraðak, læti og allskonar fólk sogaðist að okkur túristunum í von um aur. Hittum við þó indælan Gúru sem brosti breitt til okkar. Við vorum í skýjunum að svo merkilegur maður sýndi okkur áhuga. Tókum nokkrar myndir og styrktum hann um 500 kall. Eftir tvo tíma á vafri hittum við hann aftur og umvafði hann okkur þá með ánægjuglampa í augunum.
Við erum nú loksins búnar að finna okkar stað hér í Ktm. þ.e. Doupha stúpuna og erum búnar að fara þangað tvisvar sinnum. Stærsta Stúpan hér í Ktm. með 108 om mane pathne hum hjólum í kring. Dýrðlegur staður, friður, ró og enginn sem truflar mann nema á góðan hátt. Þar komu Tíbetarnir til að þakka fyrir vel heppnaða fer yfir Himalayafjöllin og biðja fyrir góðri heimför. Margir Tíbetar búa þar nú, fólk sem flúði yfir fjöllin fyrir sextíu árum og er eins klætt nema skóbúnaðurinn er ýfið betri hjá sumum þeirra. Það er eins og detta inní ævagamla menningu. Fólk gengur hring eftir hring í hugleyðslu og bæn. Þvílík upplifun og við erum komnar heim. Það eru engin orð til að lýsa upplifun okkar hér á þessum stað.
Í gær fórum við í annað sinn í sérstökum tilgangi og til að upplifa aftur. Keyptum þessi fínu talnabönd úr jakuxabeini, já það þýðir ekkert að vafra um allslaus. Við vorum hæstánægðar með kaupin, dingluðum þeim í annarri hendinni og vorum með rettu í hinni. Munkur einn sem gekk hjá benti okkur þó á að aðfarir okkar væru ekki réttar. Við náðum hintinu. Litlu seinna gaf munkurinn sig á tal við okkur og bauð okkur að skoða skólann sinn sem við og gerðum. Blessaði hann talnaböndin okkar til að opna augu Búdda því annars eru þau gagnslaus. Þetta var mjög ánægjuleg uppákoma og héldum við hamingjusamar á braut með talnaböndin um hálsinn og enga rettu.
Næst héldum við af stað í klaustur hér í hlíðum Ktm. Kopan. Þaðan var fagurt útsýni yfir hluta af borginni. Klaustrið er umlukið fallegum garði og munkar af öllum aldri að koma úr kennslustund. Þar er hægt að fara á námskeið í Búddiskum fræðum en í þetta sinn létum við nægja að viða að okkur bókmenntum og íhugunarefni.
Höfum við verið í sæluvímu með allt hér og hvergi fundið okkur mein fyrr en við vöknuðum í gær. Stirðar og skakkar, já rúmið er farið að taka verulega í skrokkinn. Við bara reddum því og höldum í dýnuleiðangur hugsuðum við. En viti menn þessi yndislega fjölskylda sem við búum hjá hugsar um sitt fólk. Er við bárum raunir okkar upp við Depok ( frænda Gauri en hann eldar alltaf fyrir okkur morgunmatinn ) sagðist hann fara fyrir okkur og kaupa dýnu, gæti fengið hana á betri prís en við túristarnir. Er við komum svo heim í gærkveldi var ekki þessi frábæra dýna komin og við vöknuðum liðugar og fínar í dag.
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá stelpur, meiriháttar
...Om mane pathme hum.....
Ragnhildur Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 11:38
Jahérna minn... þið eruð í algjörri ,,paradís,, He he... sé ykkur í anda með rettuna í annari heppnar að fá leiðsögnina ! þ.e. gott að vita til þess að hugsað er um ykkur og þið fáið betri hvíld.
Hlýjar hugsanir til ykkar - Lóa
Lóa (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:42
Gaman að geta fylgst með ykkur! Njótið;)
Ása Ólafs. (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 23:15
Gaman að fylgjast með ykkur skvísur :) Bölvað rafmagnsleysi :(
Hafið það sem allra best .......
Erna Friðriksdóttir, 29.1.2009 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.