Það er mjög erfitt að lýsa fólkinu og hvernig við upplifðum það. Ætlum við því að segja ykkur fyrst örlitið frá Gauri og fjölskyldum, þeim sem buðu okkur í fjallaferðina.
Gauri er eigandi íbúðarinnar sem við búum í hér í Ktm. Hann er giftur Miru og eiga þau tvö börn. Einnig á hann búð hér fyrir neðan sem selur útivistarfatnað og búnað ásamt því að eiga Thangka verslum. En Thangka eru málaðar helgimyndir líkt og altaristöflur. Hjá honum vinna svo fjölmörg ættmenni. Einn frændi hans er góður vinur okkar en eitthvað hafa nöfnin á Nepölunum verið að vefjast fyrir okkur og hefur hann fengið fjölmörg nöfn s.s. Depok, Bandsja en heitir í raun Hodras.
Gauri var alinn upp við erfiðar aðstæður í fjöllunum, faðir hans dó er hann var 3 daga og fór hann 9 ára gamall til Indlands að vinna. Vann erfiðisvinnu í 2 ár og gat nurlað saman fyrir smá landskika í fjöllunum þar sem við fórum. Á hann systur þar, bróður sem missti konuna sína í fyrra og móðir sem er 79 ára ásamt fjölda annarra ættingja.
Megin tilgangur ferðarinnar var að við höldum að finna konu handa bróður hans svo mamman gæti komið til Ktm. og lifað betra lífi síðustu árin. Sem sagt þessi kona var með í förinni. Var hún mjög fámál alla leið og leist greinilega ekkert á þessa för. Stólaði þó mikið á okkur og leitaði eftir stuðning. Oft á leiðinni upp héldum við að hún færi ekki lengra en hún fór alla leið greinilega með trega.
Þegar að fyrstu húsunum við komum vorum við komnar á heimilið Hodras. Þar var tekið vel á móti okkur. Móðir hans indæl kona og eitthvað svo gott við hana. Okkur var boðið vatn og te áður en lengra skildi haldi. Þarna voru bara nokkur hús í þyrpingu og akrar á stöllum fyrir neðan. Allir virkuðu vel á okkur börn sem fullorðnir. Þegar á toppinn var komið vorum við komnar á heimili annarra ættmenna Gauri. Mamma hans var fremur bústin og virkaði sem algert hex. Allt fólkið í þorpinu var mjög grannt og vant erfiðisvinnu. Vinnandi á ökrunum allan daginn eða skokkandi niður og upp fjallið. Greinilegt að Gauri var einhverskonar höfuðpaur og hans nánustu ef farið var í goggunarröðina. Hann bersivirsinn hér.
Húsakynnin voru ca. 40 - 50 fermetrar og tvær hæðir. Stutt var á milli húsa og milli þeirra var aðsetur dýranna. Aðallega voru buffalóar og geitur bundin við staura nartandi í lauf og hænur og hanar flögruðu um. Engir stólar né húsgögn voru sjáanleg og sat fólkið með krosslagðar fætur á veröndinni. Einu húsgögnin sem við sáum var lítill skápur í herberginu okkar. Fólkið þurfti að bera vatn úr einhverskonar lind sem var efst á toppinum. Þar baðaði fólkið sig líka ef um bað skildi kalla. Þvoði sér um andlit hendur og fætur upp úr ísköldu vatninu. Hér hafði enginn menntun en sum barnanna voru svo heppin að fá að ganga í skóla uppá næsta fjalli. Gengu þau meðfram fjallinu og á topp þess næsta og tók um 1 klst. fyrir þau að komast í skólann. Fólk ræktaði allt sem það þurfti hér uppi. Akrarnir voru í stöllum niður með fjallinu og fólkið bar alla uppskeru upp. Ræktað var kaffi, te, maís, hrísgrjón, grænmeti ofl. en ávextir uxu í trjánum við húsin. Fábrotið líf í meiralagi sagt, enginn íburður né lúxus. Maturinn eldaður við frumstæðar aðstæður yfir opnum eld og glóðum. Konurnar sátu á hækjum sínum við eldhúsverkin og vatnið vel nýtt. Maturinn fyrst þveginn og vatnið svo notað til annars, hugsum ekkert um það. Salernisaðstaða engin fyrir utan einn kamar sem við höldum að fáir hafi notað nema við heldra fólkið. Við vorum svo sem búnar að lýsa hýbýlunum í fyrra bloggi okkar þ.e. geitur fremstar í húsunum og eldunaraðstaða fyrir innan svo svefnaðstaða uppi. Allir virtust þó una glaðir við sitt, mjög elskulegt fólk í alla staði og passaði vel uppá okkur fínu frúrnar.
Nepalskir karlmenn geta ekki verið konulausir, þurfa þær til að sjá um húsverkin. Þá komum við aftur að konunni sem fór upp fjallið til að giftast bróðir Gauri. Eitthvert vesen var með það og konan hvarf okkur sjónum er uppá fjallið kom. Hún hafði neitað að giftast og það ekki gott mál. Mamma Gauri var ekki ánægð með það því þá kæmist hún ekki til borgarinnar og grét hexið fögrum tárum yfir þessu. Mikið var reynt að tala konuna til en ekkert gekk. Stuttu eftir sólarupprás daginn eftir voru konurnar orðnar prúðbúnar og heldum við að þær ætluðu að biðjast fyrir og færa guðunum fórnir eins og tíðkast hér. Nei viti menn upp úr þurru var gifting í aðsigi sí svona. Tilvonandi hjón leidd að litlu musteri og þau pússuð saman. Hún fékk nokkrar hálsfestir frá brúðgumanum, hann hring, blóm sett á höfuð þeirra og einhverju rauðu makað á enni þeirra. Einhver yfirhalning átti sér stað og ég held að þeir sem gáfu þau saman voru ekki alveg viss hvernig ætti að gera þetta. Að lokum urðu þau hjón og virtist hún bara ánægð með allt saman. Vonum við að hún hafi ekki fengið bakþanka og líði vel í fjöllunum. Bróðir Gauri virtist indælismaður og erum við vissar um að allt fólkið reynist henni vel. Allavega vonum við það innilega. Hængur var þó á gjöf Njarðar, mamma Gauri gat ekki komið með niður af fjallinu því kenna þurfti nýju húsfrúnni á allt sístemmið. Eftir 3 - 4 vikur fer sennilega Gauri aftur til að sækja mömmu sína og aldrei að vita nema við sláumst með í för að nýju.
Tvö börn eru munaðarlaus hér og hefur Gauri falast eftir því hvort sé ekki hægt að fá einhvern til að styrkja börnin þar sem allir hafa nóg með sitt. Börnin eru systkini ca. átta og tíu ára. Drengurinn tíu ára og heitir Sonom en telpan átta ára og heitir Kovita. Gott væri að vita hvort einhverjir væru ekki tilbúnir að leggja hönd á plóg og styrkja þau um skólagöngu og fæði annað þarfnast þau ekki. Ekki er um stórar upphæðir að ræða kannski 3 - 4 þúsund rúpí á mánuði fyrir þau bæði. Þetta eru mjög yndisleg og glaðvær börn og er mynd af þeim saman í albúminu okkar.
Ekki er hægt að setja í orð sú fegurð sem blasti við okkur á toppnum. Undursamlegt útsýni og víðfeðmt. Fagrir dalir langt fyrir neðan, stór á liðaðist um ( eða fljót ) og toppar Himalayja blasti við háir og tignarlegir. Akrar niður með fjallshlíðinni og niður fjöllin í kring. Vorum við þess aðnjótandi að sjá sólina setjast bak við fjöllin há og koma upp með allri sinni dýrð yfir Himalaya. Það má heldur ekki gleyma stjörnunum í allri sinni dýrð. Birtist fyrst ein og hún var svo stór og skær að við vorum vissar um að hér væri ekki stjarna á ferð heldur gervitungl. Verður þetta ekki með orðum lýst en vonumst við að myndir okkar færi ykkur eitthvað að fegurðinni. Ekki tókst Camera gúrú betur til en að engar almennilegar myndir eru til að stjörnuglitinu því verr og miður.
Látum þetta gott heita í bili og bloggum um ferðina heim næst.Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá stelpur, þetta hljómar alveg stórkostlega. En mikið rosalega hlýtur þetta að vera mikið öðruvísi fyrir ykkur og mikið að taka inn. Þúsund þakkir að leyfa okkur að fylgjast með ævintýrunum ykkar.
Knús og kveðjur
Ragga
Ragnhildur Jónsdóttir, 3.2.2009 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.