Þann 28. janúar kl. 11:30 var haldið af stað niður fjallið heim á leið. Okkur var boðinn morgunverður en við höfðum litla lyst, borðuðum þó smá egg og drukkum kaffi. Einhverjir bættust í för a.m.k. niður. Mamma Hodras vinar okkar slóst í för með okkur 82ja ára gömul, lipur sem geit og þá var að standa sig. Vinkona Miru rann á rassinn fljótlega í byrjun ferðar og sem betur fer var ekki snarbratti niður. Allt fór vel og eins gott að passa sig. Fríða G fékk í hnéð og ekki útlit fyrir góða niðurferð. Það lagaðist þó eftir smá stund og hvert skref var tekið varlega. Úpps, Míra kona Gauri datt, sneri sig á úlnlið og hágrét. Sem betur fer fór betur en horfði, úlnliðurinn ekki illa tognaður en konan í sjokki enda snarbratt niður. Eftir þetta fór Gauri að hafa miklar áhyggjur af okkur og fylgdi okkur eins og skugginn. En við gömlu jullurnar spjöruðum okkur vel, næstum eins liðugar og sú gamla fikruðum við okkur niður fjallið. Vorum þó ekki eins tignarlegar og sú gamla en stóðum okkur vel. Gauri rann til og fékk slink á lærið. Það átti ekki af þeim að ganga.
Þegar langt var liðið á gönguna niður undruðum við okkur á að við skildum hafa farið þessa leið upp. Var þetta virkilega svona bratt. Við höfum verið í allt öðrum heimi er við fórum upp, ekki von að sumir hefðu orðið móðir og svitinn runnið af okkur. Þvílíkt þrekvirki að hafa komist upp hugsuðum við, trúðum þessu ekki alveg. Jú þetta var uppleiðin okkar. Þegar við vorum langt komnar niður fórum við aðeins aðra leið og gengum eftir mjóum stíg og snarbratt og klettar fyrir neðan. Vinkona Miru grét af hræðslu og mamma Hodras leiddi hana og Fríðu G hálfpartinn og leiðbeindi þeim vel. Fríða P sem vön er að vera mjög lofthrædd gekk þetta eins og gengið væri niður Laugaveginn, engin hræðsla og var í öðrum heimi. Við vorum orðnar ansi lúnar og fór að taka í framanverð lærin er við loks komum að brúnni. Nú var hún ekkert mál og vinkona Miru hékk aftan í buxnastrengnum á Fríðu P hágrátandi alla leið yfir brúnna. Auðvitað varð maður að standa sig.
Er yfir brúna var komið var kl. 14 og Gauri og fjölskylda ætluðu aðeins að skreppa í næsta þorp að heimsækja vini sína. Ekkert mál við myndum bara bíða við þjóðveginn róglegar á meðan. Hodras og mamma hans biðu með okkur og klukkan leið. Mikið var hún geðug og indæl sú gamla og reykti með okkur eins og strompur. Hodras vappaði í kringum okkur og sá um að allt væri í lagi. Góður maður og orðinn mikill vinur okkar. Gerir allt fyrir okkur meira að segja bera töskurnar okkar. Smástund er ansi lengi að líða og við alveg búnar á því. Klukkan 16:30 komu þau loks og haldið var af stað eftir þjóðveginum til Ktm. Stoppað var í þorpinu sem við snæddum í á leið til fjallsins. Borðað þar brauð, drukkið svart te og okkur boðið að borða djúpsteiktan smáfisk úr ánni. Fríða G var alveg lystarlaus en P aftur, meira fyrir kurteisissakir borðaði fiskinn. Bragðaðist eins og djúpsteiktar sardínur. Þá vitið þið það.
Hossast var í bílnum ansi lengi og við ekki vissar á hverju við hefðum verið í upphafi ferðar allt virtist svo miklu lengra og brattara á bakaleiðinni. Komið var við á einum stað þar sem mamma Hodras ætlaði að dvelja hjá systur sinni og nú var skollið á svarta myrkur. Stoppið var ekki mjög langt en við vorum búnar að hossast eftir algjörum vegleysum, eins og vegurinn var norður á Strandir fyrir 30 árum. Snúa þurfti svo við og er búið var að aka smá spöl var allt stopp. Stór flutningabíll í veginum og verið að vigta og stafla kartöflum á hann og hvergi hægt að komast fram hjá. Biðin var dágóð en þegar henni var lokið flaug 50 kg kartöflupoki uppá þak bílsins. Svona gerast kaupin á eyrinni.
Allt í einu fór Fríða P að skelli hlægja og allir litu skelfingaraugum á hana. Nú er áfallið að koma. Nei, nei henni birtist allt einu sú mynd af Fríðu G klöngrast með flugfreyjutöskuna í eftirdragi og bjútíboxið í hinni hendinni. Fríða P ætlaði aldrei að hætta að hlægja og allir voru farnir að hrína með þegar þeim var ljóst að aðeins um grín var að ræða. Vissu þau þó aldrei um hvað það snerist en létti mjög er Fríða G sagði þeim að verið væri að gera grín að sér. Hálf skakkar, lúnar og með harðsperrur í maganum komumst við loks heim og kl. orðin 21.
Mikið væri gott að komast í heitt bað og skríða undir sæng. Bað, bað, ekki væri maður ánægður heima með heita vatnið seytlandi og hálfa klukkustund tekur að botnfylla baðkarið. Nei og sturta hvað er nú það ? Kolsvartar frá toppi til táar skoluðum við af okkur mesta skítinn, ausandi yfir okkur með könnu, þvílíkur lúxus, já gott var það. Þá er bara að koma fötunum í þvott á morgun og þvo skóna. Annan eins skít höfum við varla séð en lifandi komust við úr þessari ferð og hrósum happi er litið er til baka. Fríða G í losti er hún hugsaði til baka, við hefðum getað farið okkur að voða. Eða við orðið eftir og Gauri farið með geitur að launum með sér niður. Guð sé lof að konunni snerist hugur með giftinguna. Vitum ekki enn hvaðan við fengum kraftinn til að hefja göngu þessa og hvaða Guðir vöktu yfir okkur á niðurleið. En allt fór vel og við hefðum ekki getað hugsað þá hugsun til enda ef við hefðum ekki verið svona grænar á bak við eyrun og vitað hvað beið okkar í þessari ferð. Upplifunin og sjá allt það sem fyrir augu bar hefðum við ekki viljað missa af. Ef við hefðum gert okkur grein fyrir ferðartilhögun hefðum við runnið á rassinn áður en för hófst því við hefðum aldrei getað gert okkur í hugarlund upplifunina. Enn og aftur er okkur orðavant, en í minningunni mun þetta geymast um aldur og ævi.
Eftirmáli:
Fríða P var vöknuð fremur snemma eða um kl. 08 en hin Fríðan svaf. Svaf af sér morgunmatinn enda vitum við ekki hvernig henni tókst að ljúka þessari ferð með öll sín gigtarvandamál, lélegar mjaðmir og hné. Fríða P mætt á þakið um kl. tíu í morgumat að vanda. Létt í spori skokkaði hún uppá þak en leiðin niður reyndist erfiðari. Miklir strengir framan í lærum og var kjagað niður stigann aftur. Við áttum að mæta á Radison SAS hótelið kl 18 og borða þar fínar kræsingar með vinkonum okkar Gönnu, Vigdísi og dætrum. Einnig ætluðu Siggi og Auðbjörg hjón sem hafa búið hér í eitt og hálft ár að snæða með okkur. Gaman væri að hitta þau loks. Skammt öfganna á milli en svona er lífið í Ktm. Báðar að drepast úr harðsperrum lögðum við loks af stað. Viti menn, um leið og við komum út, kom aðvífandi munkur með blóm og ýmislegt og blessaði okkur í bak og fyrir. Óskaði okkur langlífis og góðri heilsu. Þessir andans menn flykkjast að okkur eins og flugur að mykjuskán en moskítóflugurnar líta ekki við Fríðu P. Kannski eru sterasprauturnar að virka, já sem betur fer. Þá aftur að Radison hótelinu og fína matnum þar. Fríða P stríddi hinni Fríðunni á því að sennilega fengjum við í magann af öllu gómsætinu. Og viti menn það stóðst eins og í sögu, niðurgangur mikill hjá Fríðu G og ristilkrampar. Þá er nú betra að borða heilnæmt fæðið í fjöllunum hvað sem aðrir myndu segja um hreinlætið. Látum þá sögunni lokið um fjallaferðina því engin orð munu geta lýst upplifun okkar að fullu.
Næst munum við blogga um lífið og tilveruna hér í Ktm. og uppáhaldsstaðinn okkar stúpuna í Boudha.
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja hérna hér! Það sem þið afrekið í þessari ferð! Elsku Fríðurnar mínar ég vona að flensan fari að dvína og að þið getið haldið áfram að njóta lífsins á þessum ótrúlega stað.
Héðan er allt ágætt að frétta, kallt og stillt veður, ótrúlega fallegt allt þakið snjó og sólin skín yfir. Fjölskyldan í fínu bara miðað við allt og allt ;-) Dúfan og kisurnar halda uppteknum hætti og hasast og hafa gaman af tilverunni aðeins þrír kettlingar eftir.
Bestu kveðjur og hafið það gott
Ragga með "Shamballa-"kveðjur frá Lalla
Ragnhildur Jónsdóttir, 5.2.2009 kl. 14:23
Þetta eru nú meiri æfintýrin sem þið upplifið - frábært að geta fylgst með þessu öllu ! Haldið áfram að njóta ! Hér var 15 gráðu frost í morgun en mjög fallegt veður í dag!
Ása Ólafs. (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 19:13
Þið eruð náttúrulega algjörir snillingar :)
Gaman að lesa ferðasöguna og alveg ljóst hvar Hrund lærði að rugla saman máltækjum og málsháttum.
Hugsum til ykkar - ástarkveðjur
Dóri og Hrund
Hrund og Dóri (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.