Höfum tekið lífinu með ró síðan í síðasta bloggi. Heilsan er komin í lag og það sem hrjáir okkur mest þessa dagana er værukærð. Fórum reyndar að skoða Swayambhunath stúpuna nefnd öðru nafni Monkey Temple. Stendur hún á hæð í útjaðri Kathmandu og þaðan sést öll borgin og dalurinn í kringum borgina. Stúpan var áhugaverð og margt að sjá, allt öðruvísi en Boudhna stúpan. Blandast þar meira saman Búddisminn og Hindúatrúin. Aparnir hlupu um allt og skemmtilegt að fylgjast með þeim. Fríða G var að rölta í rólegheitum og hrökk upp við að þrifið var í vatnsflösku sem hún hélt á. Var þar á ferð stór karlapi og varði Fríða G flöskuna vel og fór með sigur að hólmi.
Sölumenn voru þarna út um allt eins og venja er. Fríða G komin í prútt stuð og gerði ágætiskaup á sumu. En það er erfitt að átta sig á hvaða verð sé sanngjarnt því byrjun er það himinhátt og lækkar ört fáum sekúndum eða skrefum lengra. Sem dæmi leist Fríðu G vel á styttur sem voru til sölu við stúpuna, þrefað um verð og gjafprís ? 1600 rúbí, ekkert athugavert við það. Stytturnar fallegar og allir ánægðir. Örfáum skrefum lengra voru eins styttur falar fyrir 1000 rúbí og þá átti eftir að prútta. Svona eru sumar verslunarleiðangrarnir okkar en við höfum samt viðað að okkur dýrmætri þekkingu á verðlagi og látum ekki alltaf plata okkur svo glatt. Í fyrradag var Fríða G hörð, kaupa átti Nepalskan hatt. Uppsett verð var 600 rúbí en Fríða hló og sagðist geta fengið hann á 100 rúbí og verðið snarlækkaði á innan við 15 sek. Var hatturinn falur á 100 rúbí. Höfum látið sauma á okkur föt því margt er ekki hægt af fá nema í barnastærðum og þreytandi að ganga búð úr búð og ekkert passar. Íþróttaskór eru á góðu verði eins og margt annað t.d. gleraugu, ipod og tölvutengdar græjur.
Þá er það saga til næsta bæjar er Fríða G ætlaði að kaupa sér ipod. Ýmislegt s.s. umbúðir og útlit vakti furðu okkar. Þetta var sjóræningjaútgáfa og ekkert varð af kaupunum. Það er eins gott að vera á verði. Sumir sölumenn eru óvægnir og setja himinhá verð upp, en við höfum nokkrum sinnum verið "rændar" af þeim og nú er þeim kafla lokið hér í Ktm.
Við röltum í pósthúsið um daginn því hér á götuhornunum eru aðilar sem gera út á að taka við pökkum og koma þeim í póst fyrir himinháar upphæðir. 17000 rúbí fyrir 10 kg eða 26000 kr. isl, nei allt of mikið sett á þjónustuna og þá var bara að leita að betri dílum og þess vegna fórum við í höfuðstöðvarnar. Er inn kom í stóra byggingu blasti við fornaldarleg vinnubrögð og afgreiðsla ekki upp á marga fiska. Biðum bið þó róglegar eftir afgreiðslu sem kom eftir dúk og disk. Á meðan við biðum kom ræstingardama og rak okkur frá því hún þurfti að þurrka af borðum. Fengum þó loks afgreiðslu. Nei við tökum aðeins við 2ja kg bögglum, þið þurfið að fara á annan stað. Við röltum hinumegin í bygginguna. Þar sátu konur og saumuðu taui utanum pakka í höndunum og síðan voru þeir innsiglaðir með vaxi eins og í gamladaga. Reyndum að fá upplýsingar en þá var okkur bent á borð og þar kæmi maður einhvertímann og afgreiddi okkur. Við hefðu sjálfsagt orðið dálítið pirraðar ef við hefðum ekki getað notað tíman til að fylgjast með þess undraverður athöfnum kvennanna. Að lokum kom þó maðurinn og verðið nú 7000 rúbí fyrir 10 kg og eitthvert gjald fyrir pökkunina.
Hér inní miðri Ktm ef fallegur garður Garden of Dream í miðaldarstíl, eins og maður hefur séð í bíómyndum frá 1940 þar sem enskir hefðarmenn höfðu aðsetur sín í Asíu. Þar er gott að dvelja um stund í friði og ró, lesa bók og sóla sig. Ótrúlegt að finna svona friðsælan og fallegan stað í miðju skarkalans. Alltaf er sól og nú er að hitna verulega. Hitinn kominn í um 30 gráður á daginn. Erum farnar að vera dasaðar og orkulausa að ganga langar vegarlengdir.
Við erum búnar að vera fremur værukærar síðustu tvær vikur. Rölt aðeins um á hverjum degi. Mikil orka fer í það að finna út á hvað stað við eigum að borða í hitt og þetta sinnið. Byrjum daginn nú á að elda hafragraut, erum hættar að fara á þakið í morgunmat til vinar okkar hans Hodrasar enda hafa viðskipti hans dregist verulega saman. Eggin, kartöflurnar og brauðið var ekki að fara vel í maga dag eftir dag í 1 ½ mán.
Í gær fórum við í Thangka verslun því Fríða P ætlar að fjárfesta í einni slíkri mynd. Hugsa þarf vel hvaða boðskap Thangkað hefur að færa. Fengum við frábæra kennslu og fræðslu um það. Ofaná verður sennilega Thangka sem inniheldur Wheel of live eða lífshjólið og segir það allt sem segja þarf um manninn, ferðir hans í lífs- og sálarþroskanum frá fæðingu til lok þessa lífs og næstu lífa. Hvaða afleiðingar val okkar getur haft á líf okkar og alheiminn. Næst á eftir að fara og sjá myndirnar málaðar áður en endanlega ákvörðun verðum tekin um val á mynd.
G.Anna og Vigdís buðu okkur um daginn í heimalagaða gúllassúpu sem var besti maturinn sem við höfum borðað frá því við komu til Ktm. Í dag er okkur boðið í grill hjá Auðbjörgu og Sigga. Hlökkum við mikið til grillveislunnar hjá því yndislega fólki.
Á sunnudaginn er búið að planleggja að fara til Pokhara sem eru náttúruperlur Nepals. Fara á með rútu og tekur það 6 - 8 klst að keyra 200 km. Þá þarf ekkert að segja meira um vegakerfið hér. Áætlaður dvalartími er 8 -10 dagar.
Þegar þeirri ferð er lokið munum við örugglega hafa margt að segja frá.
Flokkur: Ferðalög | 7.3.2009 | 05:38 (breytt kl. 05:44) | Facebook
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá Fríður það er allt ævintýralegt í kringum ykkur. Verslunarferðir, pósthúsið, bænastaðir, morgunmaturinn meira að segja! hahah Dásamlegt að lesa um ferðir ykkar, þetta er allt svo mikið öðruvísi en allt sem maður á að venjast.
Ég vona sannarlega að þið njótið vel ferðarinnar til Tíbet. Er þá hægt að komast á milli núna? hlakka þvílíkt til að heyra fleiri sögur :-) knús og kveðjur frá okkur á Skúló
Ragnhildur Jónsdóttir, 7.3.2009 kl. 12:01
Mikið er gott að fá þessar góðu og skemmtilegu fréttir af ykkur Endilega komið í fiskisúpu þegar heim er komið Góð í maga.Ástarkveðja mamma
unnur (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 16:35
Gaman að fylgjast með blogginu ykkar,bíð alltaf spent eftir að geta lesið um æfintýrin ykkar. Knús á ykkur. Kveðja Auður
Auður Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 10:59
Kæra Fríða mín og co.
gott að sjá að allt gengur vel hjá ykkur og gaman að sjá þessar fallegu myndir. Pluma mig sæmó í vinnunni og reyni að halda uppi heiðri hænunnar og eggsins ! Sýndist þetta vera Shami á einni myndinni en líklega hefurðu ekkert séð hann he he. Bið að heilsa mín kæra og njóttu æfintýrsins. Að sjálfsögðu hættirðu að reykja enda ókúl og asnalegt... Svo rennur af þér mörinn í hitanum svo þú ættir ekkert að finna fyrir því og hana nú.. eggið hefur talað ; )
Solrun (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 06:33
Gaman að lessa bloggið ykkar....... og greinilega mikið og skemmtilegt að gerast :) Ég var að koma frá Kanarí og tók mömmu gömlu með okkur :) Ég kom með heilan haug af nikótíni með mér í ferðatöskunni , því það er orðið svo dýrt á Íslandi hehe heh. Mamma biður fyrir kveðju til þín og svo fylgist ég með ykkur:)
Erna Friðriksdóttir, 14.3.2009 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.