Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Sannir íslendingar í útrás.

Nýja félagið er komið á koppinn. Er það án kennitölu og samþykkt með "skál í botn" aðferðinni. Allir glaðir og sáttir með fundargerðina og settar fram slatti af góðum fundarreglum. Við vorum fimm á stofnfundinum, frekar allsgáð til að byrja með, en það lítur ekki út fyrir að svo verði á næstu fundum sem haldnir verða á Royal Henna Garden í Kathmandu í Nepal á því herrans ári 2009. Ráð er gert fyrir að fundarfært verði í janúar. Hvorki kreppa né aðrar uppákomur verða hindrun á för okkar félagsmanna enda ýmsu vön eins og sannir íslendingar í útrás.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband