57 dagar

Búnar að kaupa farseðlana og förum þann 8 janúar nk. og komum aftur heim í maí að öllu óbreyttu. Við erum í hæstu hæðum yfir þessu öllu og uppfullar af tilhlökkun. Aðrir meðlimir félagsins eru ekki eins langt komnir en vonandi er lausn í sjónmáli strax á morgun.  Búnar að fá íbúð í Lazimpat hverfinu í Kathmandu. Það eina sem við þurfum nú að gera er að bíða eftir brottfarardeginum. Smile

Nokkur plön eru í áætlun þessa fjóra mánuði sem við verðum.  Ferð til Lhasa í Tíbet og sjá Potala höllina, pílagrímsferð til Mt. Kailas fjallsins til að reyna að öðlast blessun himinguðanna en það fjall er einnig í Tibet.  Einnig er draumur um að fara í útsýnisflug yfir Mt. Everest.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jæja Friður.. Nú eru allir ferðafélagarnir komnir með flugmiða.. Allt klappað og klárt.  Spurning hvort kosið verði ný ríkisstjórn á klakanum fyrir brottför??

Bið bara spennt eftir að komast til Kathmandu og halda stofnfundinn.

Áfram Nepal og áfram ísland!!!!

ganna (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband