Undirbúningur

Ferðaundirbúningurinn er kominn vel á skrið. Það er margt sem þarf að huga að og gera klárt fyrir brottförina. Náttúrulega setti kreppan sitt mark á gjaldeyrismálin hjá okkur en við höfum reddað því og erum því í ágætum málum. Bólusetningarnar eru orðnar allmargar og því tíðar ferðir á Heilsugæsluna. Einn meðlimur félagsins helltist úr lestinni, aðrir eru komnir með flugmiðana og förum við allar (að sjálfsögðu standa konurnar sína plikt) með sama flugi þann áttunda janúar. Að komast til Khatmandú tekur um einn og hálfan til tvo sólarhringa . Má búast við að svona miðaldra júllur þurfi að jafna sig þegar á staðinn er komið.

Nú fara jólin að koma og er jólaskapið að kikka inn í rólegheitum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ég get svarið það að það er komin ferðaspenna í mig líka! og ég er ekki að fara neitt! Þetta er náttla bilun haha

En það er reyndar einn kostur við að ætla sér aðeins að ferðast með ykkur í gegnum myndir og blogg að ég þarf EKKERT að fara í sprautur

Ragnhildur Jónsdóttir, 17.12.2008 kl. 19:44

2 identicon

Gleðileg jól og farsælt nýár. Takk fyrir kortið og eigðu dásamlegan tíma

úti. Hátíðarkveðjur starfsfólk HH.

Heilbrigðisstofnuninn Hvammstanga (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband