Tilhlökkun

Það er allt á fullu hjá okkur og tilhlökkunin mikil. Ferðatöskurnar komnar úr geymslu og byrjað að tína til þarfahluti. Endalausar spurningar um hvað þarf og hvað ekki í svona langt ferðalag. Ekki er enn komið í ljós hvort taskan verði hálftóm eða stútfull. Að pakka niður fyrir fjóra mánuði kallar á endalausar pælingar. Ískalt á nóttunni en ágætur hiti á daginn í janúar og febrúar. Í mars og apríl verður líklega hitastigið komið upp í 25 -30 gráður á daginn og þá þarf létt og þægileg föt. En ekki er æskilegt að sýna mikla nekt svo enn er farið yfir fataskápinn og spáð og spekúlerað. Ætli við reddum þessu ekki þannig að við kaupum okkur munkakufla að hætti innfæddra og þá er málið leyst og enginn töskuburður.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Nákvæmlega, sé ykkur fyrir mér í munkakuflum. Það er örugglega þægilegasti klæðnaðurinn   Eitt er ég viss um og það er að það verður hellingur í töskunni sem þið notið ekki neitt og eitthvað sem varð eftir heima sem hefði átt að fara með. Er lífið ekki alltaf þannig hahaha

Bestu kveðjur yfir grindverkið

Ragnhildur Jónsdóttir, 5.1.2009 kl. 20:11

2 identicon

En BÚRKUR!!! Eru þær ekki notaðar þarna???

Ása Ólafs. (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 23:25

3 identicon

Gangi ykkur vel í fjöllunum. Það er miklu þægilegra að vera í kuflum eins og innfæddir þegar tekur að hitna, vestræn föt eru þrengja að og er mjög heit. Það er amk mín reynsla af hitanum í Afganistan þegar hitinn fór upp í rúm 45 stig í skugga.

Kveðja úr Kópalindinni

Inga Margrét Róbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 09:02

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Knús til ykkar í ferðalagið.

Ragnhildur Jónsdóttir, 11.1.2009 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband