Fyrsta vikan í Kathmandu

Enn er rafmagn af skornum skammti þrátt fyrir mótmælagöngur á götunum.  Sökum rafmagnsskorts gengur hægt að blogga, nettenging hægfara og erfitt að setja inn myndir.  Höfum við vafrað um göturnar í nokkra daga, verið rændar eða þannig.  Erum rétt að átta okkur á verðlaginu og höfum borgað himinháar upphæðir fyrir smávægilega hluti, já hreinlega rændar. Ganna sem er næstum Nepalbúi hlær dátt að einfeldni okkar.

Símtalið sem við fengum um daginn var frá nágrönnum okkar Gönnu og Vigdísi.  Annað kvöldið okkar hér á fjarlægum slóðum, já hrikaleg raun fyrir vinkonur okkar.  Kviknaði í gasofni á miðju stofugólfi hjá þeim og stóð allt í björtum logum.  Mikil mildi að ekkert stór slys varð, húsið hefði getað sprungið í loft upp.  Erum við enn að þakka himinguðunum hversu vel allt fór.  Það kviknar víst í annarsstaðar en á Íslandi.

Erum við í góðu yfirlæti hér hjá góðu fólki Gauri og fjölskyldu.  Vorum við rétt í þessu að koma úr matarboði hjá þeim.  Yndislegt fólk og góður matur.  Gauri er búinn að bjóða okkur í ferð á sínar heimaslóðir hér uppí fjöllunum.  Þar er mikil fátækt og enn kaldara en hér í Ktm.  Ætlum við að sofa eina nótt og okkur skilst að við verðum í svefnpokum þannig að það er best að hafa öll ullarlögin með sér.  Þurfum við að ganga í 4 tíma til að komast á áfangastað.  Við vitum ekkert hvað við erum að fara út í en vonandi komust við lífs af.

Ekki má gleyma að segja ykkur frá því að við höfum styrkt 4 ára strák hérna og ömmu hans sem er um 73 ára gömul.  Drengurinn heitir Kopila og amma hans Dhana.  Hurfu foreldrar drengsins og enginn veit um afdrif þeirra.  Talið er að Maóistarnir hafi átt þar hlut að máli.  Amman hefur stundum fengið smá viðvik við uppvask endrum og eins og er orðin veikburða.  Höfum við tekið það að okkur að sjá þeim fyrir mat, klæði og húsnæði ásamt skólagöngu Kopila um ókomin ár.

Höfum við verið að skoða möguleika á ferð til Tíbet og margt fleira.  Vitum ekki hvernig við eigum að komast yfir allt það sem við þurfum að sjá þannig að sennilega komum við ekkert heim.  Allir virðast una glaðir við sitt, brosa,  bjóða okkur í mat jafnvel skartgripasali sem við heimsóttum í dag.

Reynum að setja inn myndir áður en rafmagnið fer og sultardroparnir fara að renna úr nösum okkar enn á ný.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ja, þetta er sannarlega mikið ævintýr sem þið eruð komnar í. Bæði reynir örugglega mikið á ykkur vegna kulda og dáldið mikið öðruvísi líf.... vægast sagt. Þakka ykkur innilega fyrir að senda inn myndir og blogg þegar þið getið, það er ómetanlegt fyrir okkur hérna í "venjulega lífinu" ;-)

Knús og kveðjur til ykkar frá okkur "hérna við hliðina"

Ragnhildur Jónsdóttir, 17.1.2009 kl. 22:35

2 identicon

Kannast við þetta allt, að vera rændur, rafmagnsleysi og kulda. Nú reynir á hversu duglegar þið eruð að prútta :-)

Inga Margrét Róbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 08:24

3 identicon

´Hæ ég lít á síðuna ykkar daglega. Gaman að fylgjast með ykkur.

Kveðja sjöbba

sjofn (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 23:15

4 identicon

Vona að rafmagnið fari að aukast og að þið verið ekki rændar meira (; hef tröllatrú á ykkur stelpur...

Hlýjar hugsanir - Kveðja - Lóa

Lóa (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband